Umfjöllun í helgarblaði Morgunblaðsins um útgáfu Amelíu&Ólivers
Laugardaginn, 11. október 2025 kom út helgarblað morgunblaðsins hér.
„Bókin er fyrst og fremst skemmtileg barnabók sem höfðar til barna,“ segja talmeinafræðingurinn Sigrún Alda Sigfúsdóttir og Kristín Björg Sigurvinsdóttir rithöfundur, en þær gáfu nýverið út bókina Amelíu og Óliver og hefur bókin notið mikilla vinsælda.
Það býr þó meira að baki bókinni en góð saga, því hún er sett upp með það að markmiði að örva orðaforða barna með því að útskýra orð sem oftar eru í ritmáli en talmáli, og er hugsuð fyrir aldurshópinn 2-8 ár.